

Tækniteiknari
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.
COWI leitar eftir tækniteiknurum í fjölbreytt bygginga- og iðnaðarverkefni á rafmagnsdeild í höfuðstöðvum okkar í Kópavogi. Verkefni deildarinnar eru margskonar á sviði háspennu-, lágspennu-, og smáspennukerfa og er hlutverk tækniteiknara að framkvæma og halda utan um alla faglega framsetningu við gerð teikninga og uppdrátta í samvinnu við hönnuði og samstarfsfólk.
Þú þarft að vera tilbúin til að vinna náið með fólkinu í kringum þig, hvort sem um ræðir samstarfsfólk, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Að hafa góða þjónustulund, jákvætt viðhorf og að vera lausnamiðaður er afar mikilvægt í þessu starfi ásamt því að hafa góða færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Við erum að leitast eftir:
- Menntun í tækniteiknun.
- Góð þekking á Revit.
- Þekking á AutoCad og MagiCad æskileg.
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð hæfni í að vinna í hóp.
- Gott vald á íslensku.
Við bjóðum líka uppá
- Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð
- Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir
- Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum
- Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi
- Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy
