
Securitas
Securitas er þjónustufyrirtæki og er starf okkar að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.
Hjá okkur starfa um 500 manns, flestir starfa á höfuðborgarsvæðinu en Securitas heldur úti þremur útibúum, á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi. Starfsfólkið samanstendur af fjölbreyttum og öflugum hóp fólks með ýmiskonar bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í. Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku. Það er gaman í vinnunni, mikið hlegið og við hjálpumst öll að við að gera dag hvers annars betri.
Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir. Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.
Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum. Við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Tæknisnillingur á höfuðborgarsvæðinu
Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað?
Við hjá Securitas leitum að öflugum rafvirkjum í tækniteymið okkar í Reykjavík. Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar, framúrskarandi þjónustu, sjálfstæð vinnubrögð og góðan liðsanda. Starfið felur í sér fjölbreytta tækniþjónustu, lagnir og uppsetningar á endabúnaði á aðgangstýri- og öryggiskerfum.
Ef þú...
- hefur brennandi áhuga á tækninýjungum og góða almenna tækniþekkingu
- sýnir mikið frumkvæði í starfi og metnað til að takast á við krefjandi verkefni
- býrð yfir framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- hefur gott vald á talaðri og skrifaðri íslensku
- ert með sveinspróf í rafvirkjun eða komin/n langt áleiðs með námið
- ert handlagin/n
- býrð yfir góðri tölvuþekkingu
...þá gætum við verið að leita af þér
Í boði er fullt starf og er vinnutíminn frá kl. 08:00-16:00 mánudaga - fimmtudaga og stytting vinnuvikunnar á föstudögum..
Starfið hentar öllum kynjum sem eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Andri Stefánsson, deildarstjóri, í síma 580-7000.
Advertisement published25. July 2025
Application deadline10. August 2025
Language skills

Required
Location
Tunguháls 11, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Tech-savvyProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsAmbitionElectricianPunctualCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Söluráðgjafi rafbúnaðar Johan Rönning í Reykjanesbæ
Johan Rönning

Rafvirki
Enercon

Raflost ehf óskar eftir rafvirkja!
Raflost ehf.

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Leggðu línurnar með okkur - verkefnaumsjón heimlagna
Rarik ohf.

Rafeindavirki á verkstæði
Luxor

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf