
Johan Rönning
Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.
Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.
Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).
Fyrirtækið starfar nú undir merkjum Fagkaupa en Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Þétt byggingalausnir og Fossberg. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn.

Söluráðgjafi rafbúnaðar Johan Rönning í Reykjanesbæ
Johan Rönning óskar eftir að ráða öflugan söluráðgjafa í útibú fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
Söluráðgjafi veitir ráðgjöf til viðskiptavina og selur rafbúnað til fagfólks.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður upp á möguleika til starfsþróunnar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.
Johan Rönning er í dag hluti af Fagkaupum ehf.
Um 100% starf er að ræða og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta til viðskiptavina
- Tilboðsgerð og ráðgjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla í rafiðngreinum er skilyrði
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Reynsla af sölustörfum er kostur
- Bílpróf
Fríðindi í starfi
- Frístundastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Öflugt félagslíf og virkt starfsmannafélag
Advertisement published18. July 2025
Application deadline20. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bolafótur 1, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactiveAmbitionElectronic technicsEletricity distributionElectro-mechanicsElectricianElectricianSalesIndustrial mechanicsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Rafmagnaður söluráðgjafi
Vélar og verkfæri ehf.

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölufulltrúi - Helgarstarf í vetur
Eirvík ehf.

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Reykjavík: Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið

Sölu- og verkefnastjóri
VERDI Ferðaskrifstofa

Efnisveitan - sölumaður - eftirfylgni
EFNISVEITAN ehf.

Vestmannaeyjar: Deildarstjóri í timbursölu
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi í verslun - Hlutastarf/fullt starf
Mi búðin

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Rafvirkjar og verkefnastjórar óskast - Fjölbreytt og spennandi verkefni hjá Árvirkjanum.
Árvirkinn ehf.