Sumarstörf á fréttastofu (störf í fréttum og tækni)
Fréttastofa RÚV flytur fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólarhringinn, alla daga ársins og færir landsmönnum nýjustu tíðindi og fréttaskýringar af innlendum og erlendum vettvangi.
Auglýst er nú eftir sumarstarfsfólki í störf fréttafólks í Reykjavík og á Akureyri ásamt störfum í tæknihluta frétta. Um er að ræða störf í vaktavinnu í Reykjavík og starf í dagvinnu á Akureyri.
Tæknistörfin eru vaktavinnustörf í Reykjavík (störf pródúsents, línupródúsents og aðstoðarpródúsents).
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef RÚV og þar er tekið á móti umsóknum.
Hægt er að nálgast ráðningarvefinn með því að smella hér á hnappinn til hliðar.
Sjá nánar í auglýsingum á ráðningarvef RÚV.
Sjá nánar í auglýsingum á ráðningarvef RÚV.