
Smáraskóli
Smáraskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. bekk. Hann er staðsettur við Dalsmára 1, í næsta nágrenni við íþróttahúsið í Smáranum.
Í skólastarfinu hefur menntun og mannrækt ætíð verið höfð að leiðarljósi en Smáraskóli er skóli þar sem öllum á að líða vel, jafnt börnum, starfsmönnum og foreldrum. Gildin sem Smáraskóli byggir starf sitt á endurspeglast í einkunnarorðum skólans og ýta undir jákvæðan skólabrag. Einkunnarorðin eru virðing, vöxtur, viska og víðsýni. Við viljum að jafnvægi, kurteisi og virðing einkenni samskipti allra í skólasamfélaginu. Við einbeitum okkur að mannrækt og leggjum okkur fram við að skapa gott skólastarf og gott skólaumhverfi.

Stuðningsfulltrúi Smáraskóla
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Smáraskóla.
Smáraskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 75 - 100% starf.
Ráðningin er út skólaárið 2025-2026
Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttamannvirkjum og fjölbreyttri og fallegri náttúru. Í skólanum er áhersla á teymiskennslu og gott samstarf nemenda og starfsmanna. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.
Viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna með nemendum undir verkstjórn kennara
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi skóla og frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á starfi með börnum.
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði.
- Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
- Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Advertisement published3. September 2025
Application deadline10. September 2025
Language skills

Required
Location
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Leikskólastarfsfólk óskast
Helgafellsskóli

Starfsfólk í sérkennslu
Ævintýraborg ið Eggertsgötu

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Stuðningsfulltrúi í Hagaskóla
Hagaskóli

Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær

Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Garðabær

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Forfallakennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra hjá Suðurnesjabæ
Suðurnesjabær

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð