

Stuðningsfulltrúi í sumar
Óskað er eftir starfsmanni á stuðnings- og áfangaheimili Samhjálpar að Dalbrekku. Um starfið: Á áfangaheimilum Samhjálpar er unnið að því að styðja íbúa til virkni og þátttöku í daglegu lífi. Íbúar á áfangaheimilunum eru einstaklingar sem hafa átt við langvarandi vímuefnavanda að stríða og geta haft flóknar þjónustuþarfir. Helstu verkefni starfsins eru að styðja íbúa til sjálfstæðis og valdefla þá til lífs í bata. Aðstoða við innkaup, matargerð og önnur tilfallandi verkefni eftir því sem við á.
Vinnufyrirkomulag: starfshlutfall er: 100 %. Tímabil er: 5. maí – 31. júlí 2025. Vaktir: unnið er á 2-2-3 vöktum. Á virkum dögum er vaktin 11 tímar en um helgar er vaktin 5 klst.
Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og metnað í starfi. Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, jákvæðu viðhorfi, sjálfstæði í vinnubrögðum auk góðra samskiptahæfileika. Lipurð og áreiðanleiki eru skilyrði. Reynsla af vinnu með fólk er æskileg. Menntun sem nýtist í starfi t.d félagsliðamenntun er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2025
- Helstu verkefni starfsins eru að valdefla íbúa til bata í virkni í daglegu lífi. Aðstoða við innkaup, matargerð og önnur tilfallandi verkefni eftir því sem við á.
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi. Tilvalið fyrir háskólanema, t.d. í félagsráðgjöf, sálfræði eða skyldum fögum. Þekking á helstu ritvinnsluforritum. Ökuleyfi er áskilið.












