
Hótel Cabin
Hótel Cabin opnaði í maí 1997 og fyrstu árin voru eingöngu í boði lítil standard herbergi. Árið 2007 var hótelið endurbætt og þá var byggt við það bygging sem núna hýsir deluxe herbergin. Við stækkunina fjölgaði herbergjum úr 152 í 252, þá urðu standard herbergin 174, deluxe herbergin 64 og superior herbergin urðu 14. Þá var þakið hækkað og er fundarsalurinn á 7. hæð ásamt öllum superior herbergjunum. Nýlega voru gerð nokkur fjölskylduherbergi með því að sameina tvö og tvö standard herbergi og því eru herbergi hótelsins núna 249 talsins.
Veitingastaðurinn á 1. hæð hefur verið til staðar frá upphafi en í mismunandi útfærslum þó. Árið 2003 var salatbarinn opnaður í núverandi mynd og hefur hann haldist nokkuð óbreyttur frá upphafi enda verið mjög vinsæll jafnt á meðal hádegisgesta sem og erlendra ferðamanna sem koma meira á kvöldin.
Það er stefna okkar að bjóða góða gistingu á hagkvæmu verði. Standard herbergin eru lítil en búin öllum helstu þægindum. Þau henta vel fyrir þá sem vilja greiða minna fyrir minni herbergi. Fyrir þá sem vilja aukin þægindi og stærri herbergi höfum við deluxe herbergin. Superior herbergin eru svo öll á 7 hæð og nýtast vel fyrir þá sem vilja borga aukalega fyrir frábært útsýni.
Við leggjum okkur fram um að veita gestum okkar góða þjónustu og að hafa aðbúnaðinn á hótelinu góðan.

Starfsmaður í þvottahúsi
Leitum að duglegum og stundvísum starfsmanni til að starfa í þvottahúsi hótelanna. Um fullt starf er að ræða og mikilvægt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Laun greidd skv kjarasamningum.
Poszukujemy pracowitego i punktualnego pracownika do pracy w pralni hotelowej. Jest to stanowisko pełnoetatowe i ważne jest, aby osoba mogła rozpocząć pracę jak najszybciej. Wynagrodzenie wypłacane jest zgodnie z układami zbiorowymi pracy.
We are looking for a hardworking and punctual employee to work in the hotel laundry. This is a full-time position and it is important that the person can start as soon as possible. Salary paid according to collective agreements.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starf í þvottahús
- Vönduð vinnubrögð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslensku eða enskukunnátta
- Stundvísi
- Góð þjónustulund
Advertisement published7. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Optional

Optional
Location
Gilsbúð 7, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PunctualCustomer service
Professions
Job Tags