Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Starf rannsóknamanns á Hvammstanga

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og mögulega í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Ætlunin er að ráða í starfið frá og með 1. mars 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í gagna og sýnatökum með ströndum landsins. 

  • Úrvinnsla sýna og talningargagna 

  • Innsláttur gagna í gagnagrunn 

  • Almenn verkefni tengd sela- og sjávarspendýrarannsóknum.  

  • Tilfallandi verkefni innan starfssviðs Hafrannsóknastofnunar, og möguleikar á þátttöku í rannsóknarleiðöngrum á sjó. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Skilyrði er að umsækjandi hafi MSc gráðu, eða sambærilega menntun, í líffræði eða skyldum greinum.  

  • Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og þarf að vera í líkamlegu ástandi fyrir feltvinnu.  

  • Dugnaður, frumkvæði sem og lipurð í samskiptum og samstarfi eru nauðsynlegir eiginleikar.  

  • Íslenskukunnátta er kostur.  

  • Krafa er gerð um að umsækjandi sé með bílpróf.  

  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsókn skal fylgja: 

  • Ítarleg náms- og ferilskrá 

  • Afrit af prófskírteinum 

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. 

  • Tilnefna skal tvo meðmælendur.  

Umsóknarfrestur fyrir starfið er til og með 20. febrúar 2025. 

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.  

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri Uppsjávarsviðs, gudmundur.j.oskarsson@hafogvatn.is , sími 6998682 og  

Sandra M. Granquist, selasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sandra.magdalena.granquist@hafogvatn.is , sími 8472188. 

 Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar: 


Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 

Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 200 starfsmenn í þjónustu sinni. 

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru:  Þekking - Samvinna - Þor 

 

Advertisement published17. January 2025
Application deadline20. February 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Optional
Basic skills
Location
Höfðabraut 6, 530 Hvammstangi
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ResearchPathCreated with Sketch.Research data analysis
Professions
Job Tags