Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun

Staða öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun ríkisins heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Stofnunin fer með yfirstjórn fangelsismála, m.a. umsjón með rekstri fangelsa og tryggir að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti í samræmi við lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Áhersla er lögð á vellíðan í starfi og jákvæðan starfsanda auk þess sem tryggja þarf að starfsfólk búi yfir þeirri hæfni sem þarf til að ná árangri í krefjandi starfsumhverfi. Hjá stofnuninni starfa alls um 160 starfsmenn, flestir fangaverðir, á fimm mismunandi starfsstöðvum, fjórum fangelsum og skrifstofu sem staðsett er á Seltjarnarnesi. Fangelsin fjögur eru: Fangelsið Hólmsheiði og Fangelsið Litla-Hrauni sem eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Fangelsið Kvíabryggju sem eru opin fangelsi.

Öryggisstjóri mun starfa þvert á fangelsi og heyra beint undir forstjóra Fangelsismálastofnunar. Starfsstöð verður eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun í öryggismálum fangelsa í samráði við Fangelsismálastofnun.  
  • Umsjón öryggismála í fangelsunum í samráði við deildarstjóra öryggis og eftirlits. 
  • Umsjón með fræðslu, endurmenntun og þjálfun fangavarða í atriðum er varða öryggismál, þ.á m. í valdbeitingu og notkun fjötra og vopna. 
  • Umsjón með gæðamálum er varða öryggismál, s.s. gerð gæðahandbókar, verkferla, verklagsreglna, gátlista og viðbragðsáætlana í fangelsunum.
  • Umsjón með öryggisbúnaði fangelsa, þ.á m. öryggisbúnaði fangavarða. 
  • Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun Fangelsismálastofnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fangelsis-, löggæslu- og/eða öryggisfræða. 
  • Menntun á sviði fangavarðafræða er kostur.      
  • Við ráðningu verður horft til starfsreynslu sem nýst getur í starfi.
  • Reynsla og þekking af öryggismálum er nauðsynleg.  
  • Reynsla og þekking af gæðamálum er nauðsynleg. 
  • Reynsla og þekking af verkefnastjórn er kostur. 
  • Forysta og hæfni til að leiða fólk og stjórna verkefnum. 
  • Frumkvæði, drifkraftur, metnaður og jákvætt og lausnamiðað hugarfar. 
  • Samskiptafærni og vilji til þess að vinna með fólki.
  • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti. 
Advertisement published12. December 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Type of work
Professions
Job Tags