
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin hefur verið í rekstri í um 40 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Garðabæ og á tveimur stöðum Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu á öllum starfstöðvum, smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Fyrirtækið er jafnframt innflutningsaðili sem starfar bæði á fyrirtækja og einstaklingsmarkaði. Dekkjahöllin er í eigu Vekra sem á m.a. Öskju, Lotus Car Rental, Una (Xpeng), Landfara og Hentar.
Í Dekkjahöllinni hefur ávallt verið lögð rík áhersla á fljóta og góða þjónustu. Jafnframt er áhersla á að selja úrval af vönduðum og góðum dekkjum fyrir kröfuharða ökumenn.
Mannauður fyrirtækisins er verðmætur og fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Uppsöfnuð reynsla starfsmanna er gríðarleg. Til gamans má nefna að samanlagður starfsaldur þeirra 27 fastráðnu starfsmanna í lok árs 2020 voru tæp 275 ár eða 10 ár að meðaltali.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar: Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi mælinga eða frá 2010. Jafnframt hefur það fengið útnefningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni síðan 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins er starfrækt á öllum stöðum og skipuleggur gaman saman og skemmtilegar fyrirtækjaferðir.

Sölumaður
Við leitum að jákvæðum og drífandi sölumanni til að sinna sölu á dekkjum og tengdum vörum til einstaklinga og fyrirtækja. Sérstök áhersla verður lögð á dekk fyrir vörubíla, stærri vélar og tæki. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á bílum og dekkjum. Í boði er spennandi starf hjá framúrskarandi fyrirtæki sem leggur metnað í að veita fyrsta flokks þjónustu og ráðgjöf.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflun nýrra viðskiptavina
- Samskipti við núverandi og nýrra viðskiptavina
- Virk þátttaka í söluátökum
- Þjónusta og eftirfygni við viðskiptavini
- Öll almenn sölustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á dekkjum
- Gott tengslanet
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Bílpróf skilyrði
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Reglusemi og öguð vinnubrögð
Advertisement published7. March 2025
Application deadline20. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Miðhraun 18, 210 Garðabær
Type of work
Skills
Stock managementProactiveStockroom workForklift licenseIndependenceDeliveryCargo transportation
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Sölustjóri hjá umboðsskrifstofu
Kraðak ehf.

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.
Luxor

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Lagerstarfsmaður
Dekkjahöllin ehf

Photography Gallery - Sales Consultant
Iurie I Fine Art

Hvolsvöllur: Söluráðgjafar í framtíðar – og sumarstörf
Húsasmiðjan

Sölumaður
Hirzlan

Hvolsvöllur: Deildarstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Viðskiptastjóri - Söluráðgjöf á Einstaklingssviði
Íslandsbanki

Sölu- og markaðsstjóri
Menni