
Nathan hf.
Nathan hefur flutt inn og dreift fjölbreyttu úrvali af vörum frá mörgum af þekktustu framleiðendum heims síðan árið 1912. Nathan byggir á góðu samstarfi við fyrirtæki sem leita eftir gæðavörum og áreiðanlegri þjónustu; hvort sem það eru stórar og smáar verslanir, stóreldhús eða matvælaframleiðendur.
Okkar markmið er að styðja við árangur viðskiptavina okkar með því að einfalda öll aðföng. Hjá Nathan starfar samhentur hópur fólks með mikla sérþekkingu við að tryggja öflugar heildarlausnir í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæmt verð, traust afgreiðsla og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Sölufulltrúi Fyrirtækjasviðs
Nathan leitar að söludrifnum liðsfélaga til að sinna starfi sölufulltrúa hjá Fyrirtækjasviði. Fyrirtækjasvið þjónustar m.a. veitingahús, hótel, matvælaiðnað, útgerðir, stóreldhús og mötuneyti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og uppbygging viðskiptatengsla
- Greining tækifæra á markaði
- Vörukynningar þ.m.t. kynning nýrra vara til viðskiptavina
- Þátttaka í tilboðs- og samningagerð við viðskiptavini
- Innri markaðssetning nýrra vara til samstarfsfólks
- Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matvæla eða stúdentspróf kostur
- Reynsla af sambærilegum verkefnum
- Frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni, áreiðanleiki og samskiptahæfni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góð tölvufærni
- Gilt ökuskírtein
- Hreint sakavottorð
Advertisement published14. November 2025
Application deadline23. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Klettagarðar 19, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ert þú næsti verslunarstjóri dömudeildar Gallerí Sautján?
Galleri Sautján

Sölu- og þjónusturáðgjafar
Nova

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sölumaður á húsgagnasviði Pennans
Penninn Húsgögn

Full time Cook wanted - Accomodation available!
Ráðagerði Veitingahús

FULL TIME CHEF WOK IN VIK Y MYRDAL
E.Guðmundsson ehf.

Aðstoð í eldhús
Leikskólinn Hof

Yfirmaður mötuneytis á Litla Hrauni
Fangelsismálastofnun ríkisins

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?
Skólamatur

Starfsfólk í Afgreiðslu Tokyo sushi
Tokyo Sushi Glæsibær

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður