Sölu- og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Ert þú með framúrskarandi þjónustulund, finnst gaman að takast á við krefjandi verkefni og langar að vinna á lifandi vinnustað með skemmtilegu fólki? Þá gætum við í þjónustuveri Vodafone og Stöðvar 2 verið að leita að þér! Í starfinu felst hverskonar aðstoð við viðskiptavini okkar á sviði reikninga og tækni en einnig sala og ráðgjöf. Við leitum bæði að starfsfólki í tæknilega aðstoð en einnig í almenna þjónustu varðandi farsíma og reikninga.
Vinnutími er alla virka daga frá 9-17, með möguleika á aukavöktum. Um er að ræða fullt starf til framtíðar.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi þjónustulund
- Jákvæðni
- Frumkvæði
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og vandvirkni
- Metnaður til að ná árangri
- Stundvísi
- Áhugi á tækni
- Íslensku kunnátta
Hvað höfum við að bjóða þér?
- Frábæra vinnufélaga
- Framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Spennandi verkefni
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Möguleika á starfsþróun
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
- Árlegan heilsustyrk
- Árlegan símtækjastyrk
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
- Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu
Við hvetjum áhugasöm af öllum kynjum til að sækja um í gegnum ráðningavefinn okkar. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2025 nk.
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á mannaudur@vodafone.is
Hver erum við?
Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport, Já.is og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.