Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli

Skólaliði

Auglýst er eftir skólaliða í 100% starf. Starfið felur einkum í sér daglegar ræstingar, að sinna nemendum í leik og starfi og að sinna tilfallandi verkefnum.

Austurbæjarskóli auglýsir starf skólaliða laust til umsóknar. Starfið er laust nú þegar.

Austurbæjarskóli er rótgróinn grunnskóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn.

Framtíðarsýn Austurbæjarskóla er: Framsækinn skóli fyrir alla og einkunnarorð skólans vöxtur, víðsýni, vellíðan og vilji til að gera betur.

Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að sjá um daglegar ræstingar<br>Að sinna nemendum í leik og starfi

Að sinna tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfni í samskiptum

Reynsla og áhugi á að starfa með börnum

Nákvæmni í vinnubrögðum

Íslenskukunnátta og/eða enskukunnátta.

Advertisement published17. September 2024
Application deadline30. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
EnglishEnglishIntermediate
Location
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags