

Sjúkraliðar óskast til starfa
Við á Mörk hjúkrunarheimili erum að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem er starfandi við heimilið.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem við leggjum mikla áherslu á góða teymisvinnu. Hjúkrunarfræðingur er alltaf í húsinu til ráðgjafar og stuðnings.
Starfshlutfall og vaktafyrirkomulag eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að heilsustyrk
- Stytting vinnuvikunnar
- Öflugt starfsmannafélag
Greitt er eftir kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Virðing, vinátta og vellíðan eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Mannauðsdeild Grundarheimilanna
Við hlökkum til að heyra frá þér !












