Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sérnámsstaða í Heimilislækningum

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Námsstaðan veitist frá 1.janúar 2025 og veitist til 5 ára. Námið fer fram á heilsugæslunni Akranesi og á sjúkrahúsi skv. nánara samkomulagi við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.

Heilsugæslunni á Akranesi tilheyra tæplega 9000 íbúar, góð samvinna er við sjúkrahús HVE á Akranesi þar sem m.a. er slysa- og göngudeild.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á Heilsugæslustöðinni á Akranesi fer fram fjölbreytt starfsemi en auk almennrar heilsugæsluþjónustu eins og móttöku, ungbarnaverndar, skólaheilsugæslu og mæðraverndar er þar teymisvinna í kring um vaktþjónustu að deginum og sykursýkismóttöku. 

Sérnámslæknir tekur þátt í almennri móttöku og vaktþjónustu eftir nánara samkomulagi.

Vikulegir fræðslufundir og þátttaka í gæðaþróun og kennslu. 

Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna, https://throunarmidstod.is/kennsla/sernam-i-heimilislaekningum/

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi.
  • Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika.
  • Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði.
  • Góðrar íslensku kunnáttu er krafist.

Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.

Advertisement published13. November 2024
Application deadline28. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Merkigerði 9, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags