

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Við leitum að öflugum og hugmyndaríkum sérfræðingi í stafrænni markaðssetningu til að ganga til liðs við markaðsteymið okkar.
Íslandshótel rekur fjórar vefsíður og styður jafnframt við vefsölu söluaðila um allan heim. Markaðssetning og sýnileiki á netinu er stór þáttur í starfsemi Íslandshótela og því er hér um að ræða krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í hugmyndavinnu, efnisinnsetning og uppsetning herferða á netinu
- Umsjón með auglýsingum á stafrænum miðlum (Google Ads, Meta Ads, Meta Search o.fl.)
- Notkun gagna og greiningartóla (Google Analytics, Meta Business Suite o.fl.)
- Greining markaðsupplýsinga og mat á árangri herferða
- Samskipti við stafrænar stofur
- Efnismarkaðssetning og leitarvélabestun
- Þátttaka í vefumsjón og vefþróun
- Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stafrænu markaðsstarfi og stjórnun auglýsingaherferða
- Góð færni í greiningu gagna og notkun Google Analytics
- Hæfni í gerð markaðsefnis og skrifum
- Reynsla af vefumsjón kostur
- Góð færni í íslensku og ensku
Íslandshótel bjóða uppá gæða hótelgistingu og veitingastaði um allt land í gegnum tvö öflug vörumerki. Fosshótel eru staðsett hringinn í kringum landið og Hótel Reykjavík bjóða uppá 4 stjörnu hótel í Reykjavík fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Íslandshótel reka 17 hótel með um 2.000 herbergi í nálægð við stórbrotið landslag og einstakar náttúruperlu.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2025













