
Hreyfing
Hreyfing er staðsett í Glæsibæ og þar er boðið upp á allt það besta sem völ er á á líkamsræktarstöðvum í dag.
Í Hreyfingu er boðið upp á mikið af spennandi nýjungum sem tengjast almennri líkamsrækt og vellíðan. Þar er boðið upp á allt það nýjasta og besta hverju sinni í líkamsrækt ásamt fyrsta flokks snyrti-, nudd og spa meðferðum. Hreyfing er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig þegar kemur að heilsurækt.
Gildi Hreyfingar eru:
Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir viðskiptavini.
Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við viðskiptavini.
Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem viðskiptavinir kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.

Markaðsfulltrúi
Leitum að metnaðarfullum markaðsfulltrúa með brennandi áhuga á heilbrigðum lífsháttum, þjónustuupplifun viðskiptavina og uppbyggingu vörumerkja.
Í boði er lifandi starf sem felur í sér þáttöku í markaðsstarfi Hreyfingar og innleiðingu á stefnumótandi áherslum um þjónustu og upplifun viðskiptavina m.a. stefnu félagsins í umhverfis- og sjálfbærnimálum.
Markaðsfulltrúi starfar beint undir framkvæmdastjóra. Starfið er tímabundin afleysing v. fæðingarorlofs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón vefsíðu, uppsetning fréttabréfa, hugmyndavinna og vinnsla markaðsefnis fyrir net og samfélagsmiðla
- Ábyrgð og umsjón með samfélagsmiðlum o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Afar góð hæfni í textaskrifum og gott auga fyrir myndefni
- Framúrskarandi hæfni í íslensku
- Góð enskukunnátta
- Reynsla og þekking á markaðsmálum og umsjón samfélagsmiðla
- Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt
- Menntun á sviði grafískrar hönnunar kostur
- Þarf að hafa brennandi áhuga á öllu tengt heilsu
- Háskólagráða á sviði markaðsmála/grafískrar hönnunar og reynsla á vinnumarkaði
Fríðindi í starfi
- Ýmis fríðindi fylgja starfinu
Advertisement published20. February 2025
Application deadline3. March 2025
Language skills

Required
Location
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
AdWordsAdvertisingEmail marketingFacebookGoogleGoogle AnalyticsClean criminal recordInDesignInstagramSearch Engine Optimization (SEO)MailchimpOnline marketingAmbitionNon smokerDefinition of target groupsScreen designContent writingMeticulousness
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Samfélagsmiðlar og vefverslun
Polarn O. Pyret

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Íslandshótel

Markaðssnillingur
Orkan

Verkefnastjóri sumarhátíða hjá Akureyrarbæ
Akureyri

Hress markaðs snillingur!
Matarkompani

Community Developer
CCP Games

Birtingasérfræðingur
Kontor Auglýsingastofa ehf

Tímabundið starf í sumar
Imperial Akureyri

Markaðsfulltrúi
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Skapandi Sumarstörf í Kópavogi - Leiðbeinandi
Sumarstörf - Kópavogsbær

Fjölbreytt markaðs- og lagerstarf
RS Snyrtivörur ehf

Verkefnastjóri, sölu og markaðsmál
Arctic Exposure