
Embla Medical | Össur
Embla Medical (Össur) var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 36 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Sérfræðingur í sjálfbærni
Brennur þú fyrir úrbótum á loftslagsmálum fyrirtækja?
Embla Medical leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi til að vinna að metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins í loftslagsmálum í samstarfi við starfsfólk okkar um allan heim. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þátttaka í úrbótaverkefnum í loftslagsmálum
- Greining gagna í loftslagsbókhaldi
- Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins í sjálfbærni, “Responsible for Tomorrow”
- Fræðsla og kynningarmál um sjálfbærni innan fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í verkfræði og/eða raungreinum
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Mjög góð hæfni við greiningu tölulegra gagna og miðlun þeirra
- Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópum
- Mjög góð enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg
Fríðindi í starfi
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki
Advertisement published21. August 2025
Application deadline1. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Data analysisAnalytical skillsIndependenceTeam workProject management
Professions
Job Tags
Other jobs (5)