Gildi
Gildi

Sérfræðingur í reikningshaldi

Gildi-lífeyrissjóður óskar eftir að ráða talnaglöggan einstakling sem hefur áhuga á að starfa innan reikningshalds sjóðsins. Viðkomandi þarf að búa hæfni í samskiptum og vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í uppgjörsvinnu og ársreikningsgerð.
  • Áætlanargerð og greining gagna.
  • Færsla fjárhagsbókhalds og afstemmingar.
  • Skýrslugerð og miðlun fjárhagsupplýsinga.
  • Ýmis tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun.
  • Meistarapróf í reikningshaldi eða sambærileg menntun er kostur.
  • Starfsreynsla á endurskoðunarstofu er æskileg.
  • Reynsla af uppgjörsvinnu.
  • Reynsla af Microsoft Navision eða Business Central er kostur.
  • Góð tölvufærni og gott vald á íslensku- og ensku.
  • Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá ný tækifæri til að auka skilvirkni.
  • Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
  • Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
Advertisement published13. September 2024
Application deadline24. September 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
IcelandicIcelandicVery good
Location
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags