
Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á. Þar má nefna frístundaheimilið sem er þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk, félagsmiðstöðina sem er þjónusta fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk ásamt skipulögðu frístundastarfi yfir sumartíman fyrir fjölbreytta aldurshópa.

Sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinandi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka leitar að sérfræðingi í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinanda til starfa í metnaðarfullu og skapandi umhverfi. Starfið felst í að þróa og innleiða velferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með stuðningsþörf og bjóða þeim innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf þar sem frjáls leikur, val og félagsleg þátttaka eru í forgrunni.
Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni barna og tryggja að þau geti tekið virkan þátt í starfi án aðgreiningar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og framkvæmd frístundastarfs og tiltekt að starfi loknu
- Leiðbeina og tryggja þátttöku barna með stuðningsþörf í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi
- Ýta undir leik, sköpun, hreyfingu og lýðheilsu
- Vinna gegn andfélagslegri hegðun og stuðla að öruggu og jákvæðu umhverfi
- Veita stuðning í samskiptum, úrlausnum ágreininga og tilfinningalegri úrvinnslu
- Skipuleggja viðburði, smiðjur og klúbba í samstarfi við aðra
- Taka þátt í þróun og stefnumótun starfsins undir leiðsögn næsta yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði, þroskaþjálfi, sérkennslumenntun eða sambærileg menntun
- Reynsla af starfi með börnum með stuðningsþörf er æskileg
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni
- Jákvætt og lausnamiðað hugarfar
- Þolinmæði, umhyggja og sveigjanleiki
- Hæfni til að lesa í aðstæður og skapa traust
- Tæknilæsi eða vilji til að nýta tækni í starfi
- Hreint sakavottorð
Advertisement published16. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Breiðamörk 27, 810 Hveragerði
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Leikskólakennari í Grænuborg
Leikskólinn Grænaborg

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli

Sérkennsla í leikskólanum Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frístundaleiðbeinendur óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Frístundaleiðbeinandi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli