
Leikskólakennari í Grænuborg
Leikskólinn Grænaborg leitar að leikskólakennari til starfa. Grænuborg, sem er fjögurra deilda leikskóli, er staðsettur á Skólavörðuholtinu. Skemmtilegt og gefandi starf þar sem unnið er að uppeldi og menntun leikskólabarna.
Starfið er laust frá miðjum janúar 2024.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
100% starf.
Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Gerður Sif Hauksdóttir
4114471
Leikskólinn Grænaborg
Eiríksgötu 2
101 Reykjavík
Að sinna uppeldi og menntun leikskólabarna, í nánu samstarfi við annað starfsfólk og börnin í leikskólanum.
- leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- sjálfstæð vinnubrögð
- lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- reynsla af leikskólastarfi æskileg
- faglegur metnaður og brennandi áhugi á starfi með börnum
- frumkvæði í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- sundkort
- samgöngustyrkur
- menningarkort












