ÍSOR
ÍSOR

Sérfræðingur í jarðefnafræði

Í ljósi vaxandi umsvifa leitar ÍSOR að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í jarðefnafræði. Sjálfbærni í verki er kjarninn í stefnu og starfsemi ÍSOR. Við styðjum við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála og leggjum áherslu á ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda.

Helstu verkefni:

Starfið felur meðal annars í sér efnasýnatöku, efnagreiningar (vatn, gas og gufa) og túlkun þeirra, jarðefnafræðilega líkanreikninga, þróun aðferða og tækja til sýnatöku og efnagreininga, vinnu við efnagagnagrunn og gæðakerfi ÍSOR og kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í jarðefnafræði, efnafræði eða skyldum greinum.
  • Þekking og reynsla við sýnatöku, og efnagreiningar (vatn, gas og gufa), úrvinnslu og túlkun þeirra er nauðsynleg.
  • Reynsla af jarðefnafræðilegum líkanreikningum, s.s. með WATCH, PHREEQC, TOUGHREACT eða sambærilegum hugbúnaði er æskileg.
  • Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 9001 staðlinum kostur.
  • Alþjóðleg reynsla á sviði jarðhita og/eða orkutengdum verkefnum kostur.
  • Reynsla af vinnu við stór rannsóknarverkefni og umsóknarskrifum kostur.
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að vinna í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum á sviði orku- og umhverfismála.
  • Nútímalega vinnuaðstöðu.
  • Sveigjanlegan vinnutíma.

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu ÍSOR í Kópavogi. Starfið getur falið í sér vinnu á landsbyggðinni, erlendis og langa vinnudaga á köflum. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við öll kyn til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Smelltu hér til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Könnunar og vöktunar, netfang: [email protected]

Advertisement published24. September 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Rangárvellir 2, 603 Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags