
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá 66°Norður
Hefur þú brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og tölvutækni og vilt vera hluti af öflugu IT-teymi sem styður bæði íslenskan og alþjóðlegan rekstur 66°Norður?
Við hjá 66°Norður leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf Sérfræðings í hugbúnaðarþróun, sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu tæknilausna fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér bakendaforritun, ásamt full-stack verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á núverandi kerfum, lausnum og þjónustum fyrirtækisins
- Val og innleiðing á tækni og verkferlum í takt við stefnu fyrirtækisins
- Samvinna þvert á deildir í fjölbreyttum verkefnum
- Þátttaka í daglegu þróunarferli
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi er krafa
- Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og góð skipulagsfærni
- Geta til að vinna sjálfstætt
- Geta til að stýra fundum
- Drifkraftur og áhugi á að tileinka sér nýjar aðferðir og tækni
- Reynsla og þekking á Python development er krafa
- Reynsla og þekking Docker / Docker Compose er krafa
- Reynsla og þekking Linux og Windows umhverfi er krafa
- Reynsla og þekking SQL gagnagrunnar og gagnavinnsla er krafa
- Reynsla og þekking UI Path og Power Automate er kostur
- Reynsla og þekking Django / Flask web services er kostur
- Reynsla og þekking NGINX, APIs, JSON er kostur
- Reynsla og þekking Git / GitHub er kostur
- Þekking á ERP-kerfum (t.d. Dynamics AX) er kostur
Advertisement published14. January 2026
Application deadline31. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Miðhraun 11, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

QA Specialist
Arion banki

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games

Senior AI Engineer
CCP Games

Scientific Software Engineer – Simulation & Signal Processing
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies

Senior Audio AI Scientist
Treble Technologies

Software Developer - Bionics | Össur
Embla Medical | Össur

Sumarstörf 2026
Íslandsbanki

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris ehf.