

Sérfræðingur í bílabreytingum fyrir fatlað fólk
Markmið okkar er að bæta lífsgæði og stuðla að aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.
Öryggismiðstöðin auglýsir eftir sérfræðingi með áherslu á ráðgjöf og sölu á bílabreytingum fyrir fatlað fólk.
Við leitum eftir starfsmanni með mjög sterkan tæknilegan bakgrunn sem er lausnamiðaður, hvetjandi og tilbúinn að taka virkan þátt í faglegri þróun.
Um er að ræða framtíðarstarf í öflugu og samhentu fagteymi á traustum og metnaðarfullum vinnustað. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og viðskiptavinum sem til okkar leita.
Tækifæri eru til að auka þekkingu innan velferðartækni og vinna með skemmtilegu fólki. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu í þverfaglegri samvinnu.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af ráðgjöf við val eða þjónustu við hjálpartæki er mjög mikill kostur
- Tæknileg þekking og menntun sem nýtist í starfi er mikill kostur
- Þekking, reynsla og áhugi á bílum og bílabreytingum er mikill kostur
- Að hafa brennandi áhuga og getu til að tileinka sér þekkingu á velferðartækni
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Drifkraftur ásamt áhuga, vilja og elju til að ná árangri í starfi
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvufærni er nauðsynleg
Helstu verkefni sérfræðings eru:
Að veita faglega ráðgjöf, greina þarfir og finna viðeigandi lausnir fyrir fagaðila, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Setja á skýran hátt fram hvernig lausnir okkar í velferðartækni styðja við og bæta lífsgæði notanda. Halda kynningar, gera tilboð og fylgja eftir verkefnum. Vera tæknilegur leiðtogi vöruflokksins og þátttakandi í áframhaldandi þróun hans. Finna má greinargóðar upplýsingar um lausnir í velferðartækni á www.oryggi.is.
Sækja skal um starfið í gegnum Alfreð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Velferðarlausna, í síma 570 2400 eða netfang [email protected].
Umsóknarfrestur er til 16. júní. 2025
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.













