
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík frá árinu 1969 og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Sérfræðingur búnaðar í kerskálum
Vilt þú taka virkan þátt í umbótum og þróun búnaðar í kerskálum?
Rio Tinto á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings búnaðar í kerskálum sem tilheyrir sviði Rafgreiningar, unnið er í dagvinnu.
Starfið felur í sér virk samskipti við samstarfsfólk í framleiðslu, viðhaldsdeildum og verktöku sem miðar að því að tryggja að daglegur rekstur gangi sem best, veita faglega þekkingu og aðstoð við umbætur og þróun búnaðar í kerskálum.
Í þessu starfi færð þú tækifæri til að takast á við spennandi áskoranir og vinna að lausnum sem stuðla að öruggum og skilvirkum rekstri í kerskálum álversins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg eftirfylgni og eftirlit með búnaði og farartækjum kerskála
- Greina bilanir í samvinnu við Aðalverkstæði og Vinnuvélaverkstæði
- Samskipti við verkstjóra á vöktum, verktaka, verkstæði og aðrar deildir innan fyrirtækisins
- Tímabundin afleysing á störfum leiðtoga í fjarveru hans
- Leiða umbætur á búnaði í samvinnu við verktaka og viðhaldsdeildir
- Tryggja að öryggis- og umhverfiskröfur séu uppfylltar og fylgt sé verklagsreglum
- Hafa umsjón með verktökum: verðviðræður, gæðamat og kostnaðareftirlit
- Þátttaka í þróunarverkefnum
- Virk þátttaka í margvíslegum verkefnum rafgreiningarteymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í verkfræði eða tæknifræði er kostur
- Þekking á vél- eða rafvirkjun er kostur
- Góð almenn tölvufærni
- Leiðtogahæfni og geta til að starfa í teymi
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti
- Heilsustyrkur
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum
- Velferðartorg
- Þátttaka í hlutabréfakaupum
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf
Advertisement published2. July 2025
Application deadline13. July 2025
Language skills

Required

Required
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PositivityHuman relationsAmbitionIndependencePlanning
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ísorka óskar eftir rafvirkjum til starfa
Ísorka

Vélvirki eða laghentur viðgerðaraðli
Stjörnugrís hf.

Vélvirki
Steypustöðin

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Umsjónarmaður Tækja og véla hjá Netkerfum og Tengir hf.
Netkerfi og tölvur ehf.

Blikksmiður / Plötuvinnu snillingur
Stáliðjan ehf

Vélvirki/rafvirki hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Orkubú Vestfjarða - Vélfræðingur.
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf