

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Fjörður
Við hjá heilsugæslunni Firði leitum að jákvæðum og metnaðarfullum sálfræðingi til að koma til liðs við okkur. Um er að ræða 100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi vettvang, fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu og vill stuðla að heilbrigði líðan barna og unglinga. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. Til greina getur komið að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
- Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
- Mat og greining á vanda barna og unglinga
- Klínísk verkefni og fyrirmyndar vinnubrögð í samræmi við klínískar leiðbeiningar
- Notkun sálfræðilegra prófa
- Beitir gagnreyndum meðferðum og ráðgjöf
- Þátttaka í námskeiðahaldi fyrir fagfólk, skjólstæðinga og/eða aðstandendur
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
- Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
- 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Reynsla af greiningu og meðferð barna og unglinga
- Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
- Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Góð færni og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur



















