Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ritari

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ritara á stofnuninni sem verður staðsettur í móttöku hennar. Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund til að sinna fjölbreyttum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun
  • Móttaka barna, foreldra þeirra og annarra gesta
  • Umsjón með biðstofu og kaffiaðstöðu í móttöku
  • Móttaka og skráning gagna í málakerfi stofnunarinnar
  • Almenn skrifstofustörf
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
Advertisement published21. October 2024
Application deadline28. October 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
IcelandicIcelandicVery good
Location
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags