
Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.

Rafvirki í rafveitu
Norðurál leitar að öflugum og ábyrgum einstaklingi í starf rafvirkja í rafveitu. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir tæknisvið fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur há- og lágspennukerfa
· Bilanagreiningar
· Endurnýjun og endurbætur á há- og lágspennubúnaði
· Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
· Sveinspróf í rafvirkjun
· Reynsla af starfi við háspennu er æskileg
· Frumkvæði og fagleg vinnubrögð
· Metnaður og sterk öryggisvitund
· Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
· Skipulagsfærni og metnaður fyrir umbótum og gæðum
Advertisement published26. August 2025
Application deadline14. September 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordDriver's licenceElectricianIndependencePunctualJourneyman licenseWorking under pressure
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Vilt þú gæta að öryggi fjarskipta?
Míla hf

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Rafvirkjar
ÍAV

Tengdu þig við okkur - rafvirki í Stykkishólmi
Rarik ohf.

Sérfræðingur í fjarskiptum
Orkufjarskipti hf.

Iðnmenntaðir einstaklingar
Eldberg ehf.

Rafvirki
JL Rafverktakar ehf.

Rafvirki á rafmagnsverkstæði ON
Orka náttúrunnar

Þjónustudeild Blikksmiðsins hf.
Blikksmiðurinn hf

Rafkló leitar að öflugum rafvirkja í teymið okkar
Rafkló

Rafvirki
Raf-x