
Rafmiðlun 
Rafmiðlun hf. er eitt af stærstu og öflugustu rafverktakafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir á sviði rafverktöku þ.e. ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd. Rafmiðlun leggur ríka áherslu á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini sína. Hjá Rafmiðlun starfa yfir 100 starfsmenn og er lögð mikil áhersla á að faglega sé staðið að öllum verkefnum. Mannauður er lykill að góðum árangri og til að styðja við hann og styrkja, eru gæða- og öryggismálin, ásamt endur- og símenntun, alltaf í fyrirrúmi. Öflugt og gott starfsmannfélag er hjá okkur og er lögð mikil áhersla á að hittast og hafa gaman. Rafmiðlun er með jafnlaunavottun og hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki síðastliðin ár. 
Gildi og stefna Rafmiðlunar er að vera traust og framúrskarandi fyrirtæki sem starfsmenn og viðskiptavinir geta treyst á. 

Rafmiðlun leitar að tæknimanni
Rafmiðlun leitar að ábyrgum og metnaðarfullum tæknimanni til að bætast í öflugt teymi okkar. Starfið hentar einstaklingi með góða tæknilega þekkingu, frumkvæði og reynslu af rafmagnsvinnu eða skyldum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tilboðsgerð, hönnun, verkefnastjórnun ofl.
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf/ iðnfræðingur/ tækni eða verkfræðingur eða önnur viðeigandi menntun
- Reynsla af rafverktakavinnu er kostur
- Góð færni í íslensku og ensku
- Jákvæðni, sjálfstæði og ábyrgð í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum
- Samkeppnishæf laun og góð starfskjör
- Góðan starfsanda og faglegt umhverfi
- Möguleika á frekari þjálfun og þróun innan fyrirtækisins
Advertisement published30. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
 English
EnglishRequired
 Icelandic
IcelandicRequired
Location
Ögurhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags



