Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli

Ráðsmaður

Hallormsstaðaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til að sinna starfi ráðsmanns. Starfið felur í sér skipulag, yfirsýn og ábyrgð á aðstöðu, matvælum og rekstri á vottuðu eldhúsi skólans. Ráðsmaður starfar náið með forstöðumanni og leggur sitt af mörkum til að tryggja gæði og fagmennsku í öllu starfi stofnunarinnar, með áherslu á gestrisni, þjónustulund og virðingu fyrir sögu og umhverfi sem leiðarljós í daglegri starfsemi.

Um stofnunina: Skólinn er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar á Austurlandi, um 27 km frá Egilsstöðum. Með 95 ára sögu sem fræðslu- og menningarsetur hefur skólinn lagt áherslu á tengsl við náttúru, menningu og sögu í einstöku umhverfi. Í samstarfi við Háskóla Íslands er boðið upp á heilsárs grunndiplómu í skapandi sjálfbærni. Sjá nánar á https://hi.is/hallormsstadur

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri vottaðs eldhúss, gæðastjórnun HACCP, innkaup, eldamennsku og þrifum. 
  • Ábyrgð á meðferð og geymslu matvæla, frágangi afurða. 
  • Umsjón með húseign, lóð, sorpgeymslu og matjurtagörðum.
  • Umsjón, skipulag og eftirlit með þrifum og þvotti sem nauðsynleg eru fyrir daglegan rekstur húsnæðis.
  • Þjálfun og leiðsögn við notkun vottaðs eldhúss.
  • Stuðla að sjálfbærni í rekstri, þar á meðal nýtingu staðbundinna hráefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun; háskólamenntun, iðn- eða starfsmenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hæfni til að stýra verkefnum, skipuleggja og vinna á lausnamiðaðan hátt.
  • Reynsla af sjálfbærum lifnaðarháttum og/eða þekking á nýtingarmöguleikum staðbundinna hráefna er kostur.
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði til að skapa sjálfbært og skapandi vinnuumhverfi.
Advertisement published23. April 2025
Application deadline18. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hallormsstaðaskóli , 701 Egilsstaðir
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Risk analysisPathCreated with Sketch.BakerPathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.ButcherPathCreated with Sketch.CookPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Dairy processingPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags