
Óskum eftir bókara með reynslu
Erum framsækið fyrirtæki sem óskar eftir að ráða vana bókara til starfa.
Ef þú hefur áhuga og reynslu af bókhaldsvinnu, hefur áhuga á rafvæðingu bókhalds og leggja þitt lóð á vogarskálarnar til þess að gera bókhaldsvinnuna skemmtilegri og skilvirkari og vinna með góðum hópi fólks þá hvetjum við þig eindregið til þess að hafa samband við okkur.
Frekari upplýsingar veitir [email protected]
Bókarar hafa almennt umsjón með sínum hópi viðskiptavina, sem þeir þjónusta í samráði við viðskiptavinina og yfirmann sinn. Í góðu samstarfi við sviðsstjóra er reynt að passa uppá gæði þjónustunnar og eigin líðan í starfi en sviðsstjóri bókhaldssviðs hefur meðal annars það hlutverk að aðstoða bókara og miðla verkefnum þegar á þarf að halda.
- 2-5 ára reynsla af bókhaldsvinnu í DK bókhaldsforriti (reynsla af öðrum bókhaldsforritum er kostur)
- Jákvæðni og mikil þjónustulund
- Almenn tæknileg þekking og reynsla af notkun helstu MS 365 forrita (Outlook, Excel o.þ.h.)
- Áhugi á að tileinka sér tæknilegar nýjungar í starfi
-
Íþróttastyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Sveigjanlegur vinnutími













