Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta var stofnað árið 1986 og hefur verið í rekstri allar götur síðan. Félagið rekur fjórtán breiðþotur af gerðinni Boeing 747-400. Höfuðstöðvar félagsins eru staðsettar á Íslandi en flugrekstur á sér stað víða um heiminn.
Félagið sérhæfir sig í leigu á flugvélum ásamt áhöfnum til annara flugfélaga og gætir þess að flugleiðir viðskiptavina okkar séu starfræktar á öruggan og hagkvæman hátt.
Operations Support Officer
Air Atlanta Icelandic leitar að öflugum aðila til starfa hjá Operations Support deild félagins. Deildin annast samskipti við viðskiptavini félagsins er varðar flugrekstrartengd málefni og gengur úr skugga um að tilskilin leyfi og réttindi séu til staðar fyrir flugrekstur félagsins um víða veröld.
Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum og árangursdrifnum einstaklingi til að ganga til liðs við frábært teymi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini félagsins um flugrekstrartengd málefni
- Hafa yfirsýn og tryggja að nauðsynleg þjónusta og búnaður sé til staðar á flugvöllum í leiðarkefi félagins
- Skipulagning og samræming milli deilda varðandi ferjuflug og flugheimildir
- Meðhöndlun umsókna til flugmálayfirvalda og flugvalla er varðar ýmsar flugrekstrartengdar leyfisumsóknirtiltekin yfirvöldum
- Tryggja góð tengsl milli viðskiptavina og hagsmunaaðila
- Samvinna með ýmsum deildum félagsins og viðskiptavinum þess til að tryggja skilvirkan flugrekstur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði og jákvætt hugarfar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti
- Mjög góð tölvukunnátta, þ.e. Outlook, Word, Excel
- Reynsla af flugumhverfi er kostur
Advertisement published20. November 2024
Application deadline1. December 2024
Language skills
English
ExpertRequired
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags