Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni var stofnuð árið 1941 og hefur verið heimili íslenskra skáta í yfir 80 ár. Þar fá skátar tækifæri til að reyna og upplifa en einnig til að vaxa og verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu.
Úlfljótsvatn er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi.
• Á Úlfljótsvatni á starfsfólki og gestum að líða vel eins og þau séu hluti af staðnum en ekki einungis í heimsókn.
• Við trúum á jákvæð áhrif útivistar á fólk og því er dagskrá utandyra lykilþáttur í starfsemi okkar.
• Við viljum styðja ungt fólk, veita þeim ögrandi áskoranir og styrkja það til virkrar samfélagsþátttöku.
• Gildi og stefna skátahreyfingarinnar er leiðarvísir okkar í allri dagskrá og öllu starfi á Úlfljótsvatni.
Matráður, Úlfljótsvatni
Laust er til umsóknar starf matráðs við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.
Í starfinu felst m.a. að útbúa máltíðir fyrir gesti og starfsfólk Útilífsmiðstöðvarinnar, skipuleggja og stýra þrifum og leiðbeina starfsfólki sem er til aðstoðar.
Vinnutíminn er breytilegur eftir gestabókunum.
Starfshlutfall er um 80%. Matráður er í fríi í desember og janúar.
Við leitum að einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með ungu fólki, gaman af því að leiðbeina og hefur metnað fyrir því að veita þjónustu sem slær í gegn hjá gestum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með eldhúsi og starfsfólki þess.
- Útbúa morgunmat, hádegisverð, síðdegishressingu og kvöldverð þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni og hollustu.
- Verkstjórnun annars starfsfólks mötuneytis og umsjón með skipulagi starfs.
- Skipulag og umsjón með þrifum á matsal, eldhúsi og gistirýmum.
- Innkaup á matvöru og mjög ábyrg byrgðarstýring.
- Skipulag á matseðlum, allt að mánuð fram í tímann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla á sviði matargerðar og innkaupa.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
- Mjög góð skipulagshæfni.
- Talnalæsi og góð kostnaðarvitund.
- Metnaður og áhugi á matargerð.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.
- Góð enskukunnátta er nauðsynleg.
- Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæði í störfum.
- Menntun í matargerð er mikill kostur.
Fríðindi í starfi
- Hvetjandi starfsumhverfi
- Gott mötuneyti
Advertisement published10. December 2024
Application deadline31. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodOptional
English
Very goodRequired
Location
Úlfljótsvatn 170830, 801 Selfoss
Type of work
Skills
Clean criminal recordCreativityImplementing proceduresLeadershipNon smokerEmail communicationTeam work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Spennandi sumarstörf í mötuneyti og ræstingum
Norðurál
Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice
Vaktstjóri í eldhúsi / Sous Chef
Center Hotels
Housekeeping | Room Attendant
Exeter Hótel
Pizzabakari
Castello Pizzeria
Afgreiðslustarf, aðstoð í eldhúsi, þrif o.fl
Bragðlaukar
Matreiðslumaður/chef
Bragðlaukar
Yfirþjónn
Bragðlaukar
Matráður óskast í afleysingu
Fagrabrekka
Laundry employee
Heimaleiga
Join Our Team at Fuego Taqueria
Fuego Taqueria
Ás - Matartæknir/matreiðslumaður óskast til starfa
Ás dvalar og hjúkrunarheimili