Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.

Manufacturing Engineer

Teledyne Gavia leitar að útsjónarsömum og ferlasinnuðum aðila til að styðja við framleiðslu, þróa verklag og stuðla að bættri gæðum í framleiðslu á sjálfvirkum kafbátum fyrirtækisins. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd hönnun og útfærslu framleiðsluferla, kostnaðargreiningu, prófunum og gæðaeftirliti. Við leitum að einstaklingi sem er lausnamiðaður, hefur góða greiningarhæfileika og áhuga á að starfa í hátæknifyrirtæki á alþjóðlegum markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og bæta framleiðsluferla og verklag
  • Koma nýjum vörum og ferlum í framleiðslu og styðja við breytingar á eldri vörum
  • Greina galla og frávik, finna rót vandamála og koma á varanlegum úrbótum
  • Taka þátt í hönnun og vali á búnaði, tækjum og tólum fyrir samsetningu og prófanir
  • Fylgjast með og greina kostnað, framleiðslutíma og nýtingu framleiðslu
  • Framkvæma gæðaúttektir á efni, ferlum og fullunnum vörum
  • Vinna að umbótum á og styðja við innra gæðikerfi og ISO vottanir
  • Veita leiðbeiningar til framleiðsluteyma og styðja við þjálfun starfsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. á sviði rafmagns-, véla-, efna- eða iðnaðarverkfræði eða skyldra greina (M.Sc. er kostur)
  • 2–5 ára reynsla af framleiðslu- eða gæðaferlum í iðnaði
  • Þekking á Lean, FMEA eða öðrum aðferðum til ferlabóta er kostur
  • Þekking á CAD/3D hönnunarforritum er æskileg
  • Góð tölvufærni
  • Skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni í ræðu og riti
Advertisement published8. September 2025
Application deadline21. September 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags