Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Mannauðssérfræðingur

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu mannauðssérfræðings. Staðan er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Staðan heyrir undir fjármála- og mannauðssvið, næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins en verkefni eru unnin í náinni samvinnu við mannauðsstjóra og mannauðsteymi stofnunarinnar. Föst starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu en starfið krefst þess að viðkomandi geti sinnt verkefnum á fleiri starfsstöðvum stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur vegna ráðninga og annarra mannauðsmála. 
  • Stuðningur við stjórnendur vegna tímaskráninga, vakta og vinnuskipulags.
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til starfsfólks vegna mannauðsmála.
  • Skráning og söfnun upplýsinga í ýmsum kerfum ásamt greiningu gagna.
  • Úrvinnsla, kynningar og eftirfylgni á starfsánægjukönnunum, jafnréttisáætlun o.fl.
  • Þróun, viðhald og umbætur á ferlum og verklagi á sviði mannauðsmála þ.m.t. starfsmanna- og stjórnendahandbókum
  • Þáttaka í teymisvinnu sem vinnur að stöðugum umbótum á starfsumhverfi starfsstöðva. 
  • Skipulag viðburða og árstíðarbundin innkaup og skipulag tengd mannauðsmálum. 
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd mannauðsmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Framhaldsmenntun á sviði mannauðsstjórnunar. 
  • Þekking á Vinnustund eða öðru sambærilegu tímaskráningarkerfi æskileg.
  • Þekking á Orra launa- og mannauðskerfi kostur.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta. 
  • Jákvæðni og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.  
  • Frumkvæði og hæfni til að koma auga á tækifæri til umbóta.  
  • Mjög góð íslensku kunnátta í mæltu og rituðu máli. 
Advertisement published21. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags