
Landsbankinn
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun.
Við erum hreyfiafl í samfélaginu og vinnum ötullega að því að rödd bankans sé sterk, traustvekjandi, að hún fylli starfsfólk stolti og efli árangursdrifna menningu.

Linux kerfisstjóri
Við leitum að öflugum liðsauka í hópinn Grunnkerfi innan Kerfisreksturs Landsbankans.
Um er að ræða spennandi starf í hópi sérfræðinga sem hafa það að markmiði að tryggja öryggi og áreiðanleika rekstrarumhverfis bankans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur á Linux netþjónum
- Sjálfvirknivæðing á uppsetningu og rekstri kerfa
- Rekstur og umsýsla á hugbúnaðarkerfum
- Framþróun og þátttaka í mótun tækniumhverfis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsreynsla
- Þekking og reynsla af rekstri á Linux
- Þekking og reynsla af Docker og/eða Kubernetes er kostur
- Þekking á tólum fyrir sjálfvirknivæðingu á borð við Ansible og Terraform er kostur
- Lausnamiðuð hugsun, góð færni í samskiptum og teymisvinnu
Advertisement published30. July 2025
Application deadline12. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Reykjastræti 6
Type of work
Skills
DockerKubernetesLinux
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)