Akureyri
Akureyri
Akureyri

Starfsfólk í leikskólann Naustatjörn á Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn óskar eftir að ráða starfsfólk í 80-100% ótímabundnar stöður. Sé starfshlutfall minna en 100% felur starfið í sér að einhverja daga í viku verði viðvera til kl. 16, þó aðrir dagar séu styttri. Æskileg starfsbyrjun er í ágúst, en annars samkomulag.

Í Naustatjörn er lögð áhersla á að nemendur fái að kljást við margvísleg verkefni í gegnum sjálfssprottinn leik og að þeir læri af eigin reynslu, virkni og áhuga.

Áhersluþættir skólans eru leikurinn og Jákvæður agi. Aðrir áhersluþættir eru náttúra og umhverfi og er skólinn handhafi Grænfánans.

Einkunnarorð skólans eru Félagsfærni - Endurnýting - Sjálfstæði - Tillitssemi – Athvarf.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://naustatjorn.is

Næsti yfirmaður starfsmanns er deildarstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að uppeldi og menntun barna. Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár og mati á starfsemi leikskólans undir stjórn deildastjóra og eða skólastjóra.
  • Taka þátt í faglegu starfi skólans undir stjórn deildarstjóra og eða skólastjóra.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna. Sitja fundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingum.
  • Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með mannleg samskipti og séu tilbúnir til að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf með börnum.
  • Vera sveigjanlegur í starfi og tilbúinn að ganga í ýmis störf.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Gott vald á íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli er nauðsynleg.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement created30. April 2024
Application deadline19. May 2024
Language Skills
IcelandicIcelandicVery good
Location
Hólmatún 2, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Flexibility
Professions
Job Tags