
Leikskólinn Akrar
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.

Leikskólinn Akrar óskar eftir starfsmanni í stuðning
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir starfsmanni til að bera ábyrgð á stuðningi við barn með sérþarfir í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
Við leitum að drífandi starfsmanni í okkar frábæra teymi. Ef þú hefur gaman af starfi með börnum og allskonar fólki eru miklar líkur á að þú fallir vel inn í hópinn okkar. Starfsandi á Ökrum er góður og einkennist af jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Akrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegnum leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Viltu vera með í okkar liði?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sinna barni með sérþarfir
- Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
- Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, aðra starfsmenn og fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu, uppeldismenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum
- Ánægja af því að starfa með börnum
- Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
- Á Ökrum er 38 stunda vinnuvika. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna dreifingar vinnutíma starfsfólks
- Leikskólinn lokar kl 16:00 á föstudögum en 16:30 aðra daga
- Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru samræmdir í leik- og grunnskólum Garðabæjar
- Starfsmannafsláttur er af leikskólagjöldum
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Advertisement published2. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills

Required
Location
Línakur 2, 210 Garðabær
Type of work
Skills
ProactiveConscientiousIndependence
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leikskólakennari við leikskólann Eyravelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Deildarstjóri – Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari í Patreksskóla
Vesturbyggð

Leikskólakennari
Bláskógaskóli Laugarvatni

Deildarstjóri
Bláskógaskóli Laugarvatni

Kennari - Leikskólinn Vesturkot
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Leikskólakennari - Hamrar
Leikskólinn Hamrar