Framtíðarfólk ehf.
Framtíðarfólk ehf.

Leikskólakennari óskast

Framtíðarfólk ehf. rekur leikskólann Áshamar, nýjan og framsækinn leikskóla sem hóf starfsemi 1. apríl 2025. Tveir þriðju hlutar starfsmanna eru fagmenntaðir. Áherslur okkar eru skýrar: hæglæti í leik og námi, útikennsla og vellíðan barna og starfsfólks. Við trúum því að börn þurfi tíma, tækifæri og rými til að læra í gegnum leik og að dýrmætustu augnablikin í leikskólastarfi verði til þegar við hægjum á okkur og njótum samverunnar í náttúrunni eða í skapandi verkefnum innan dyra.
Nánari upplýsingar um Framtíðarfólk má finna á framtidarfolk.is.
Við leitum að leikskólakennara sem deilir okkar sýn og brennur fyrir því að skapa nærandi og örvandi umhverfi fyrir börn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja og leiða daglegt uppeldis- og kennslustarf í samræmi við námskrá leikskóla og stefnu Framtíðarfólks
  • Stuðla að hæglæti og yfirveguðu vinnulagi í leik og námi barna
  • Skipuleggja og taka þátt í útikennslu og útiveru með börnum
  • Veita börnum stuðning við félags- og tilfinningaþroska, málþroska og leik
  • Vinna náið með samstarfsfólki að þróun faglegs starfs, nýsköpun og gæðum skólastarfs
  • Halda utan um dagbókarskráningu, foreldrasamskipti og önnur samskipti sem tengjast starfinu
  • Tryggja öryggi og vellíðan barna á öllum stundum
  • Taka þátt í endurmenntun og fræðslu eftir því sem við á
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun
  • Menntun og/eða reynsla af faglegri þróun og stefnumótun í leikskólastarfi er kostur
  • Jákvætt viðhorf, góð samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Áhugi á nýsköpun í leikskólastarfi og innleiðingu nýrra kennsluhátta
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög leikskóla nr. 90/2008
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn
  • Ferilskrá
  • Stutt kynningarbréf
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Upplýsingar um umsagnaraðila
Advertisement published7. July 2025
Application deadline22. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Áshamar 9
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Teaching
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags