

Launasérfræðingur | Embla Medical
Embla Medical (Össur) leitar að reynslumiklum einstaklingi með góða samskiptahæfileika í stöðu launasérfræðings. Launasérfræðingur tilheyrir deild People Iceland en fyrir er starfandi einn launafulltrúi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á launamálum, umbótum ferla og búa yfir greiningarfærni. Starfið felur í sér almenna launavinnslu ásamt fjölbreyttum verkefnum á sviði ráðgjafar, greininga og umbóta sem styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku innan fyrirtækisins.
Unnið er með H3 launakerfi, mannauðskerfið Workday og tímaskráningarkerfið Tímon.
-
Almenn launavinnsla og afstemmingar
-
Undirbúningur gagna fyrir bókun launa
-
Ýmis skýrslugerð
-
Vinnsla gagna fyrir úttektir
-
Þróun og umbætur á launatengdum ferlum og samræming vinnubragða
-
Undirbúningur og þátttaka í verkefnum tengdum jafnlaunakerfi og kjarakönnunum
-
Greiningar og framsetning launatengdra gagna
-
A.m.k. 5 ára reynsla af launavinnslu
-
Reynsla af H3 launakerfi (eða sambærilegu)
-
Háskólamenntun er kostur
-
Mjög góð kunnátta og færni í Excel
-
Þekking á tímaskráningarkerfinu Tímon er kostur
-
Þekking og reynsla af kjaramálum, t.d. veikindarétti og orlofsmálum
-
Frumkvæði, nákvæmni, virk umbótahugsun og sjálfstæð vinnubrögð
-
Ensku- og íslenskukunnátta er skilyrði
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki
English
Icelandic



