Heilsuvernd
Heilsuvernd
Heilsuvernd

Læknir óskast til starfa

Heilsuvernd er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Heilsuvernd er einkarekið og ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.

Heilsuvernd í Urðarhvarfi er starfrækt í björtu og nýju húsnæði á besta stað við Elliðaárdalinn. Starfsandi og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum metnað til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu við alla sem til okkar leita.

Heilsuvernd óskar eftir lækni til starfa. Þjónusta Heilsuverndar fer ört stækkandi og viljum við því bæta við í okkar sterka teymi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og vill vera hluti af öflugu teymi. Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur vel til greina.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi og faglega þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Trúnaðarlæknisstörf
  • Læknisfræðileg ráðgjöf
  • Heilsufarsskoðanir
  • Heilsuefling
  • Vinna á hjúkrunarheimilum
  • Þátttaka í þróunar- og gæðastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðimenntun kostur
  • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
  • Góð íslenskukunnátta er æskileg
Advertisement published11. August 2025
Application deadline24. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags