Kennari óskast í Kóraskóla vegna forfalla
Kóraskóli leitar að skapandi, faglegum og áhugasömum kennara til að taka þátt í framsæknu skólastarfi með okkur út skólaárið, með möguleika á áframhaldi starfi við skólann. Æskilegt er að viðkomandi geti haft störf sem fyrst.
Starfið er er kennsla í teymi þar sem áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðasagnarnám.
Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er áhersla á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Leiðsagnarnám er ríkjandi, ásamt verkefnamiðuðu námi, samþættingu námsgreina og teymiskennslu.
Annast kennslu nemenda á unglingastigi í samstarfi umsjónarkennara.
Vinnur samkvæmt stefnu skólans með stjórnendum og samstarfsfólki.
Stuðlar að velferð og námi nemenda.
Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
Mjög góð íslenskukunnátta
Þekking og reynsla af teymiskennslu æskileg
Þolinmæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Framsækni í kennsluháttum
Sjálfstæði, drifkraftur og brennandi áhugi fyrir skólaþróun
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar Kópavogs