
Varmárskóli
Varmárskóli leggjur upp með gildi Mosfellsbæjar, virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju.
Í Varmárskóla er lagt upp með að skapa námsumhverfi sem er hvetjandi og þroskandi. Leitast er við að koma til móts við einstaklinginn á hans forsendum og efla með honum áhuga á námi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Við skólann eru starfandi námsver. Þar er leitast við að bjóða uppá úrræði sem henta hverjum og einum skjólstæðingi versins í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa.
Lögð er áhersla á að horfa á árganginn í heild í stað einstakra bekkja. Á yngri stigum er samvinna námshópa innan og utan árganga og kennarar starfa mikið saman í samþættingarverkefnum og smiðjum. Á eldra stigi er áhersla á faggreinakennslu og nemendum ýmist kennt í bekkjum eða hópum.
Öflug list- og verkgreinakennsla er við skólann og eru verk nemenda sýnileg á göngum skólans.
Skólanámskrá er endurskoðuðr af kennurum skólans á hverju ári. Námskráin er rituð fyrir nemendur, foreldra og aðra sem vilja kynna sér stefnu og skipulag skólans.

Íþróttakennari í Varmárskóla
Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir íþróttakennara í tímabundið 60-80% starf vegna afleysinga næsta skólaár.
Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli sem leggur mikla áherslu á þjálfun í félagsfærni og verið er að innleiða Leiðsagnarnám. Stutt er í fjölbreytta náttúru og lögð er áhersla á útikennslu. Í öllum árgöngum og námsgreinum er mikið samstarf um nám og kennslu og kennsla í íþróttum er mjög metnaðarfull. Starfsmannahópurinn er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslustarfa
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
- Góð íslenskukunnátta
Advertisement published22. July 2025
Application deadline6. August 2025
Language skills

Required
Location
Skólabraut 1A, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starf í skóla og frístund Smáraskóla
Smáraskóli

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Kennari
Víkurskóli

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg

Óskum eftir kennara í Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Kennari í velferðasmiðju - Engidalsskóli 50% starf
Hafnarfjarðarbær

Grunnskólakennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Aðstoðarumsjónarmaður á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Umsjónarkennari á yngsta stig - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennarar í Veröld - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær