
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Íslenskukennara vantar í Kóraskóla næsta skólaár
Kóraskóli er unglingaskóli í mótun. Í skólanum starfar kraftmikill og samhentur hópur kennara í þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina í þemavinnu og verkefnamiðuðu námi. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. -10. árgang og um 40 starfsmenn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast íslenskukennslu nemenda á unglingastigi í teymiskennslu með íslenskukennurum skólans
- Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólks
- Vinnur samkvæmt stefnu skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari
- Kennararmenntun með áherslu á íslenskukennslu
- Þekking og reynsla af teymiskennslu er æskileg
- Þolinmæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Framsækni í kennsluháttum
- Sjálfstæði, drifkraftur og brennandi áhugi fyrir skólaþróun
- Stundvísi og áreiðanleiki
Fríðindi í starfi
- Allt starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í Kópavogi
- Allt starfsfólk skólans fær Ipad til afnota
Advertisement published26. May 2025
Application deadline11. June 2025
Language skills

Required
Location
Vallakór 12-14
Type of work
Skills
Clean criminal recordTeacherTeachingIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Verkefnastjóri kennslu og velferðar
Kópavogsbær

Kennarar og starfsfólk óskast til starfa
Leikskólinn Sumarhús

Kennara vantar við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari óskast í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Barnaskóli Kársness leitar að kennara á yngsta stig
Barnaskóli Kársness

Umsjónarkennari í 1. bekk í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Náms- og starfsráðgjafi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Mánahvoll auglýsir eftir leikskólakennara
Ungbarnaleikskólinn Mánahvoll

Leikskólinn Mánahvoll auglýsir eftir deildastjóra
Ungbarnaleikskólinn Mánahvoll