
Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur býður eldra fólki upp á metnaðarfulla endurhæfingu í 4-6 vikna dvöl, með það að markmiði að bæta verulega lífsgæði eftir að heim er komið.

Innskriftarstjóri – Sjúkraliði með framhaldsnám, Sóltún Heilsusetur.
Við hjá Sóltúni leitum að metnaðarfullum sjúkraliða með framhaldsnám til starfa sem innskriftarstjóri hjá Heilsusetrinu okkar í Hafnarfirði.
Á Heilsusetrinu eru 39 skjólstæðingar sem dvelja í þverfaglegri endurhæfingu í 4 til 6 vikur. Um er að ræða einstaklingsmiðaða og þverfaglega þjónustu, með það að markmiði að viðhalda og auka virkni skjólstæðinga í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.
Í boði er fullt starf í dagvinnu en starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér um innskriftir
- Sér um útskriftir
- Sinnir hjúkrunarverkefnum í samráði við deildarstjóra
- Staðgengill aðstoðardeildarstjóra í fjarveru hans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi og framhaldsnám
- Leiðtogahæfni og áhugi á stjórnun
- Afburða samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, öguð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Velferðartorg
Nánari upplýsingar veitir:
Fjóla Bjarnadóttir, forstöðumaður á netfangið [email protected]
Advertisement published4. November 2025
Application deadline20. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsPlanningPunctual
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)

Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali

Sjúkraliði á heilsugæslustöð HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Landspítali

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali