Innanhússarkitekt / Arkitekt hjá FORMUS
Við leitum að metnaðarfullum Innanhússarkitekt, Innanhússhönnuði eða Arkitekt í teymið okkar. Við erum að leita að einstaklingi með brennandi áhuga á hönnun, ásamt því að vera nákvæmur, skipulagður og með góða samskiptahæfni. Starfshlutfall er 80-100%
FORMUS er framsækið fyrirtæki sem sérsmíðar allar gerðir innréttinga ásamt því að reka hönnunarstofu. Við flytjum einnig inn og seljum ýmsar tengdar vörur.
Teiknivinna og hönnun á innréttingum.
Ráðgjöf til viðskiptavina varðandi efnisval og liti.
Mikil samskipti við viðskiptavini og erlenda birgja.
Yfirferð tækniteikninga fyrir framleiðslu.
Heimsókn á verkstaði og samskipti við aðila á verkstað.
BA í innanhússarkitektúr eða sambærileg menntun.
Reynsla í notkun helstu teikniforrita, Autocad, Archicad, SketchUp.
Góð samsiptahæfni og þjónustulund.
Góð íslensku og enskukunnátta.
Nákvæmni og góð skipulagning í vinnubrögðum.
Áhugi á nýjustu straumum og stefnum í hönnun.
Reynsla í starfi er kostur en ekki skilyrði.