Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Iðjuþjálfi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa í þverfaglegu teymi við meðferð, ráðgjöf og greiningu?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að iðjuþjálfa í nýtt starf innan Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana, en teymið fer ört stækkandi.

Teymið sinnir einstaklingum 18 ára og eldri með þroskahömlun, klínískan geðrænan vanda og/eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölþættan taugaþroska og/eða sjúkdóma. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á að vinna í frábæru þverfaglegu teymi sem sinnir samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Um er að ræða 60 – 100 % ótímabundið starf, ráðið er í starfið frá 1.ágúst eða eftir nánara samkomulagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á iðjuþjálfun, mati á árangri og framvindu meðferðar.
  • Iðjuþjálfi vinnur í samvinnu við einstaklinginn með því að efla og viðhalda iðju og færni hans. 
  • Fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og umhverfis/stuðningsaðila.
  • Virk þátttaka í þverfaglegu teymi, samstarfi við sveitafélög og stofnanir.
  • Þátttaka í fagþróun.
  • Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi í iðjuþjálfun
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með þroskahömlun og/eða geðrænan vanda æskileg
  • Þekking á geðheilbrigðis- og taugaþroskavanda einstaklinga
  • Reynsla af notkun matstækja er kostur
  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Góð íslenskukunnátta, skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Advertisement created22. April 2024
Application deadline21. May 2024
Location
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.NursePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Planning
Work environment
Professions
Job Tags