Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Húsumsjónarmaður leikskóla - fullt starf eða hlutastarf

Menntasvið Kópavogs leitar að húsumsjónarmönnum leikskóla í fullt starf eða hlutastarf

Leikskóladeild menntasviðs Kópavogs ber ábyrgð á starfsemi 21 leikskóla og leitar nú að húsumsjónarmönnum í nýtt og spennandi starf hjá bænum. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi.

Húsumsjónarmaður leikskóla hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum. Hann hefur umsjón með viðhaldi og þrifum á húsnæði leikskóla ásamt því að annast umhirðu og eftirlit skólalóðar.

Húsumsjónarmenn skipta með sér umsjón leikskóla og hafa viðveru þar samkvæmt skipulagi og samstarfi við stjórnendur leikskóla. Húsumsjónarmaður starfar í nánu samstarfi við deildarstjóra eignadeildar á umhverfissviði bæjarins. Næsti yfirmaður húsumsjónarmanns er deildarstjóri leikskóladeildar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á minniháttar viðhaldsverkefnum, framkvæmir þau eða kallar til utanaðkomandi þjónustu ef á þarf að halda
  • Eftirlit með hita, lýsingu, loftræstingu og öryggiskerfum í húsnæði leikskólanna
  • Ábyrgð á hreinsun á skólalóð, daglegu eftirliti með leiktækjum og hálkuvörnum og snjómokstri í samstarfi við þjónustumiðstöð
  • Ábyrgð á flokkun og frágangi sorps frá leikskólunum
  • Eftirlit með gæðum ræstingar í húsnæði leikskólanna
  • Eftirlit með orkunotkun í leikskólum, lestri af mælum og skráningu
  • Umsjón með mánaðarlegu eldvarnareftirliti í samstarfi við eldvarnafulltrúa umhverfissviðs
  • Annast sendiferðir og innkaup í tengslum við húsnæði, viðhald og framkvæmdir, í samráði við leikskólastjóra
  • Annast þau verkefni sem yfirmaður felur honum og falla að starfssviði hans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn verk- og tæknikunnátta og reynsla sem nýtist í starfi
  • Iðnmenntun á sviði bygginga er kostur
  • Þjónustulund, útsjónarsemi og handlagni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
  • Góð líkamleg færni
  • Almenn ökuréttindi
  • Góð íslenskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published25. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags