

Hjúkrunarfræðingur
Við leitum að hjúkrunarfræðingi í 70 - 100% starf á hjúkrunardeild okkar. Deildin er 14 rúma legudeild og unnið er á þrískiptum vöktum og einstaka helgar.
Starfið er laust frá og með 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á Reykjalundi starfar hópur framúrskarandi hjúkrunarfræðinga á átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, íþróttafræðingar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Vinnuvikan fyrir fullt starf er 36 stundir.
Hæfnikröfur:
- Íslenskt hjúkrunarleyfi gefið út af embætti landlæknis.
- Þekking af endurhæfingarhjúkrun er kostur.
- Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi.
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Laun byggja á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja velferðarþjónustu auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar um starfið veita Helga Pálmadóttir deildarstjóri og sviðsstjóri hjúkrunar í síma 585-2105 eða í gegnum netfangið [email protected] og Guðbjörg Gunnardóttir mannauðsstjóri í gegnum netfangið [email protected]












