
Intellecta
Um Intellecta:
Intellecta var stofnað árið 2000 og starfar á tveimur sviðum: ráðgjöf og ráðningum. Við vinnum með stjórnum og æðstu stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja og stofnana. Ráðgjafar okkar hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu.
👉 Ráðningarsvið Intellecta vinnur með stjórnum og æðstu stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda. Jafnframt sinna ráðgjafar okkar ráðgjöf til stjórnenda, atvinnuleitenda og starfslokaráðgjöf.
👉 Ráðgjafarsvið Intellecta sinnir verkefnum s.s. á sviði upplýsingatækni, stefnumótunar og stjórnunar auk þess sem kjarakönnun Intellecta hefur veitt stjórnum og stjórnendum góða innsýn inn í þróun launa á markaði.
Á næstunni flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði að Höfðabakka 9, þar sem boðið verður upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.intellecta.is.

Gjaldkeri
Traust og framsækið fyrirtæki í vexti á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman einstakling til að gegna stöðu gjaldkera innan samstæðu félagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem þú verður hluti af samhentu fjármálateymi sem leggur áherslu á fagmennsku, skilvirkni og góð samskipti.
Helstu verkefni:
- Dagleg umsýsla bankareikninga og greiðsluflæðis
- Greiðsla reikninga og innheimta krafna
- Afstemmingar bankareikninga og bókhaldslykla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun eða áunnin reynsla sem nýtist í starfi, s.s. viðurkenndur bókari
- Reynsla af gjaldkerastörfum eða svipuðum verkefnum er æskileg
- Góð kunnátta í Excel og reynsla af bókhaldskerfum (t.d. DK, Business Central eða öðrum)
- Nákvæmni, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni
Ef þú hefur áhuga á því að starfa með öflugu teymi innan fyrirtækis sem leggur metnað í fagleg vinnubrögð, þá viljum við heyra frá þér!
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran í síma 511-1225.
Advertisement published16. May 2025
Application deadline21. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Starfsmaður í bókhald og almenn skrifstofustörf
Fortis lögmannsstofa

Bókari
Fastus

Starfsmann á skrifstofu félagsins
Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Ritari/gjaldkeri óskast í 80-100% starf
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Bókari / Innheimta
Frakt

Vanur bókari
Bókhaldsþjónusta

Bókari í Snæfellsbæ
Deloitte

Skrifstofustjóri / Bókari
Hringiðan Internetþjónusta

Bókari
Seaborn Iceland

Viltu styðja við sölustarfið okkar?
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Skrifstofustjóri
HH hús